

kEPPNI HEFST EFTIR:
SKRÁNING OPNAR 15. MARS 2021
4 x 4km
boðhlaupskeppni
1 x 4km
skemmtiganga
Fyrirtækjaboðhlaup BYKO 2021
Fyrirtækjaboðhlaupið er viðburður fyrir fyrirtæki, samtök og vini sem vilja gera sér glaðan dag saman.
Áhersla er lögð á gleði, vinskap, liðsvinnu og hlaupaánægju.
Hlaupaleiðin er þægileg á fótinn og hringurinn 4 km langur þannig að allir geta tekið þátt.
Rás- og endamark eru staðsett á sama stað sem myndar skemmtilegt andrúmsloft þar sem hægt er að hvetja liðið sitt áfram og njóta samverustundar með samstarfsfélögum og vinum.
Taktu daginn frá og vertu með í einum skemmtilegasta hlaupa- og hreyfiviðburði ársins í Kópavogsdal föstudaginn 25. júní kl. 18:00.
Fyrirtækjaboðhlaup BYKO er einn af fjölmörgum viðburðum í íþróttaveislu UMFÍ sem haldinn er helgina 25.-27. júní í Kópavogi.
Dagskrá
14:00 - 17:00
Keppnissvæði opið fyrir umferð
Keppnissvæði er opið fyrir ökutækjum til að ferja nauðsynlegan varning í tjöld. Vinsamlegast virðið að akstur á grasi og hlaupaleiðum er stranglega bannaður. Sýnið tillitssemi við gangandi vegfarendur á svæðinu.
16:30 - 20:00
Upplýsingamiðstöð opin
Á upplýsingaborði er hægt að fá upplýsingar um helstu atriði, eins og hlaupanúmer, boðhlaupskefli og fleira sem viðkemur hlaupinu.
17:00
Keppnissvæði lokað fyrir bílaumferð
Allir bílar, með eða án varnings, verða að vera komnir af svæðinu kl. 17:00.
18:00
Fyrirtækjaboðhlaup BYKO ræst út
18:30
Fyrirtækjaganga BYKO ræst út
Gönguhóparnir eru ræstir út með nokkurra mínútna millibili.
19:00-19:15
Fyrstu gönguhópar koma í mark
Um þetta leyti eru fyrstu gönguhópar að koma í mark. Tónlist og skemmtiatriði eru á gönguleiðinni og við endamarkið. Seinustu gönguhópar eru áætlaðir í mark milli 19:45 og 20:00.
19:00-20:00
Fyrstu boðhlaupssveitir koma í mark
Um þetta leyti eru fyrstu boðhlaupssveitir að koma í mark. Tónlist og skemmtiatriði eru á gönguleiðinni og við endamarkið. Seinustu boðhlaupssveitir eru áætlaðar í mark milli 20:30-21:00.
22:00
Takk fyrir þátttökuna
Sjáumst aftur 2021
22:15
Keppnissvæði opnar aftur fyrir umferð
Keppnissvæði opnar aftur fyrir umferð og frágangur hefst. Vinsamlegast sýnið tillitssemi við gangandi vegfarendur á svæðinu. Það er stranglega bannað að aka á grasinu og á hlaupaleiðum – virðið þær takmarkanir sem eru á svæðinu.